Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Það eina sem þú þarft að gera er að eiga síma með rétt stýrikerfi, vera með appið og sækja miða.


Frítt í strætó fyrir suma En ekki hina


Ókeypis verður í strætó á morgun fyrir þá sem eiga snjallsíma með ákveðnum stýrikerfum, eru með strætóappið og nenna að standa í því að finna frímiða í því.

Hinir þurfa að greiða fullt gjald eins og venjulega. Það gildir jafnt um börn sem gamalmenni sem eiga ekki snjallsíma og alla þá sem ekki eiga iPhone eða Android síma.


Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að vissulega sé þetta frámunalega heimskulegt fyrirkomulag, en það sé mjög í anda strætó og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.

Hann segir að æðstu stjórnendur Strætó séu miklir snillingar í að sækja vatnið yfir lækinn og að þeim hafi bara alls ekki og engan veginn dottið í hug að HAFA BARA FRÍTT Í STRÆTÓ á morgun, í stað þess að fara þessa furðulegu fjallabaksleið að takmarki sínu.

Þess vegna hafi þeir látið spandera stórfé í að forrita þessa viðbót við strætóappið sérstaklega, sem er alls ekki öllum aðgengilegt Í STAÐ ÞESS AÐ HAFA BARA ÓKEYPIS Í STRÆTÓ á morgun.

Að lokum segir Guðmundur Heiðar að börn og gamalmenni geti bara gengið sína leið í yndislegu svifryksskýi sem fylla mun höfuðborgarsvæðið á morgun, á meðan broddborgurunum sem eiga rétta tegund af símum verður boðið í strætó.

RÚV
Vísir


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu