Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Kristján getur ekki beðið


Finnst bara svo gaman að drepa Gerir það ánægjunnar vegna, en ekki til að græða


Kristján Loftsson segir að sér sé slétt sama þó enginn markaður sé fyrir hvalkjöt. Að sama skapi sé honum alveg sama þó að tilvonandi hvalveiðar hans hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands á alþjóðavettvangi.

Og honum er líka algerlega sama þó að hvalveiðar séu stundaðar með ómannúðlegum hætti, og að dauðastríð hvalanna geti staðið yfir í óralangan tíma.


„Ég er moldríkur og gamaldags kjánakarl, og ég geri bara það sem mér sýnist“, útskýrir hinn moldríki og gamaldags kjánakarl.

Kristján segir að sér finnist bara svo djöfull skemmtilegt að drepa. „Eftir því sem dýrin eru gáfaðari og stærri, því skemmtilegra er það“, segir hann dreyminn á svip.

Hann segist helst vilja leggja stund á mannaveiðar, en honum hafi ekki tekist að verða sér úti um slíkan kvóta enn sem komið er.

Íslensk stjórnvöld eru sammála Kristjáni, enda að stóru leyti einmitt skipuð moldríkum og gamaldags kjánakörlum. Þau hafa því úthlutað honum hvalveiðikvóta, svo hann geti sinnt þessu áhugamáli sínu.

Af því að þó að íslenska þjóðin hagnist meira á lifandi hvölum en dauðum, og að hvalveiðar séu í besta falli skaðlegar fyrir ímynd landsins, þá sé réttur einstaklingsins til dráps mikilvægari en allt annað.

Að auki sé það einmitt íslenska aðferðin, að þrjóskast við, berja hausnum í steininn, og passa sig á að breyta aldrei neinu.

Beiðni Kristjáns um mannaveiðakvóta er í nefnd. Afsakið, „starfshóp“.






xB 2014






Fara efst á síðu