Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Kristján sér mjög eftir öllu saman, en fannst gaman að hafa hjálm, og komast út undir bert loft.


Heilbrigðisráðherra gerði handtak Slæmt fordæmi segja samráðherrar hans


Undur og stórmerki áttu sér stað í vikunni þegar Kristján Þór Júlíusson kom að gagni.

Heilbrigðisráðherra tók sig þá til og stýrði steypudælu í nokkrar mínútur, áður en hann sneri aftur í sitt gamla hlutverk, sem algjörlega gagnslaus blaðurherra.


Uppátækið vakti ekki lukku í ríkisstjórn. Ragnheiður Elín sagði að Kristján væri að feta sig eftir varasamri slóð, og að það gæfi slæmt fordæmi ef að ráðherrar ættu allt í einu að fara að gera gagn.

Illugi Gunnarsson tók í sama streng og sagðist hafa farið að hágráta þegar hann frétti af þessu. Hann hefði gert sitt besta allt kjörtímabilið í því að gera sem mest ógagn. Nú væri það starf allt unnið fyrir gýg.

Ekki er þó talið líklegt að þetta atvik verði til þess að sprengja ríkisstjórnina, þar sem það hefði valdminnkandi áhrif á helmingaskiptaflokkana.

Sjálfur sagði Kristján Þór að um mistök hefði verið að ræða af sinni hálfu. Hann lofaði að gera aldrei aftur gagn. Hann sór og sárt við lagði, að hann yrði án lífsmarks það sem eftir lifði kjörtímabilsins, og sæti steinrunninn og svipbrigðalaus á valdastól sínum.

Við þessi orð minnkaði grátur Illuga talsvert, en ekkasog hans bergmála enn um Alþingishúsið, öðrum ráðherrum til áminningar.
xB 2014


Fara efst á síðu