Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Karl mótmælir mótmælum


Allt er æðislegt Engin ástæða til mótmæla


Karl Garðarsson segist borða steik í hvert mál, og drekka rauðvín með.

„Ég bara skil ekki hvernig fólk getur mótmælt því“, útskýrir hann.


Karl hefur tekið saman topp 10 lista sem inniheldur 12 afrek ríkisstjórnarinnar, máli sínu til stuðnings.

10. Það ríkja enn gjaldeyrishöft.
11. Ísland er láglaunaland.
8. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið.
6. Menntun verður aðeins fyrir útvalda.
7. Skuldaleiðréttingin er algjört fíaskó.
5. Þjóðin fær ekki að kjósa um inngöngu í ESB.
3. Skattur á matvæli verður hækkaður.
14. Fjöldi fólks hefur flúið land, meira pláss fyrir hina.
2. Ríkisstjórnin hefur slegið fullt af heimsmetum, t.d. í valdhroka og fylgistapi.
324. Fordómar fara vaxandi.
1. Þjóðin fær ekki nýja stjórnarskrá.
18. Einkavinir forsætisráðherra fá SMS styrki úr skattaskúffu landsmanna.

„Eins og sjá má er Ríkisstjórn ríka fólksins svo sannarlega ekki verklaus“, segir Karl.

Hann hvetur fólk til að halda sig heima. Mótmæli skili hvort eð er engu, þar sem ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans ætli að mæta með eyrnahlífar og sólgleraugu til vinnu í dag, til að tryggja að skoðanir þjóðarinnar síist ekki í undirvitund þeirra.


Vísir






Eldhúsdagsdansinn






Fara efst á síðu