Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Gott að fá nýtt fólk á þing með ferskar hugmyndir.


Þingmenn loksins farnir að ræða uppáhalds mál sitt Ekkert annað mun komast að á næstunni


Í morgun hófst umræða á hinu háa Alþingi um frumvarpið „Brennivín í búðir: Tilraun 315“.

Eftir að hafa pússað heykvíslar sínar og vætt kyndla sína í íslensku brennivíni, skiptu þingmenn sér í tvo hópa.


Hópur stuðningsmanna frumvarpsins tók sér nafnið „Brennivín er bara venjuleg neysluvara sem selja má við hliðina á mjólk en við ætlum samt að hafa þetta í sérstöku búri innan verslana, þannig að þetta verður nákvæmlega eins og í dag, nema að einkaaðilar fá í auknum mæli að græða á áfengissölu“.

Andstæðingarnir völdu sér ekki síðra nafn, eða „Brennivín er eitur sem yrði aldrei leyft ef það kæmi á markað í dag, hugsið um alkóhólistana sem þurfa nú að sjá bjór í búðunum og hugsið um börnin, ætlar enginn að hugsa um börnin í alvöru, djöfulsins mannvonska er þetta, þið eruð nú meiri ógeðin sem styðjið þetta viðurstyggilega frumvarp“.

Umræður um málið munu standa að eilífu, eða alllavega út kjörtímabilið, svo að þingmenn þurfi ekki að taka á dagskrá frumvarp sem lækka mun laun þeirra.

Umræðurnar munu örugglega verða jafn spennandi og frumlegar og þær voru á síðasta kjörtímabili þegar frumvarpið „Brennivín í búðir: Tilraun 314: Hvítvín og humar“, sló svo rækilega í gegn meðal landsmanna.

Nú er því tvímælalaust tími til að poppa.

Stundin






„Löggulíf“







Ef þú vilt vita álit guðs á peningum, skoðaðu þá fólkið sem hann lét fá mest af þeim!

Besta leiðin til að forðast gagnrýni, er að segja ekkert og gera ekkert.
Vera ekkert.


43% af allri tölfræði er einskis virði.
Fara efst á síðu