Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Doktor Baldur sýnir hér uppfinningu sína


Ný íslensk uppfinning Doktor Baldur sækir um einkaleyfi


Doktor Baldur Þórhallsson hefur fundið upp afbrigði af penna sem hann kallar „blýant“.

Það sem gerir þennan timburpenna svo spennandi, er að á þeim enda hans sem maður skrifar ekki með, er svokallað „strokleður“.


Með því má að sögn doktorsins „leiðrétta bæði mistök og mannkynssögu“.

Doktor Baldur segir að uppfinningin komi trúlega til með að koma í staðinn fyrir tölvur, en fyrst þurfi að þróa fyrirbærið og útfæra.

Það allra besta við þessa frábæru uppfinningu er þó sennilega það, að hver „blýantur“ mun duga einni manneskju alla ævi.

Kennarasamband Íslands greindi frá þessum stórtíðindum.






xB 2014






Fara efst á síðu