Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Tíu ástæður
Í vissum tilvikum getur verið rétt að hafa varann á gagnvart iðnaðarmönnum. Hér skulu tilgreindar 10 ástæður (Og ein aukaástæða), sem af einhverjum ástæðum virðast fara fram hjá flestum – ýmist körlum eða konum.

1. Pípulagningamaðurinn mætir með rörtöng en ekki fleiri áhöld og hrópar: „En það var kona sem hringdi!“

2. Veggfóðrarinn leyfir þér að grandskoða meistarabréfið sitt, meðan hann festir veggfóðrið með heftibyssu.

3. Löggiltur iðnmeistari límir veggfóður lárétt og útskýrir að það sé hin upprunalega aðferð.

4. Verðmiða er enn að finna á hverju einasta verkfæri.

5. Rafvirkinn ýtir eldavélinni á sinn stað, dregur svo snúruna skáhallt yfir gólfið og stingur henni í innstunguna, sem þú hafðir annars hugsað fyrir brauðristina.

6. Iðnmeistarinn tekur með sér inn í húsið fleiri handbækur en verkfæri.

7. Trésmiðurinn hittir naglann á höfuðið í u.þ.b. öðru hverju slagi.

8. Málarinn mætir með EINN pensil og í gljáandi fallegum samfestingi.

9. Meistarinn sem þú ert búinn að ráða til að setja þakplöturnar, mætir í hjólastól.

10. Sum verkfærin eru merkt „Húsasmiðjan“, önnur „BYKO“ enn önnur „BAUHAUS“ og kannski eitt merkt „Múrbúðin“.

11. Og svo auðvitað þegar Jón Jónsson afhendir þér svohljóðandi handskrifaðan reikning: „Efni kr. 50.000. Vinna kr. 50.000. VSK (25.5%) 50.000. Samtals kr. 500.000. Undiritað: Guðmundur Guðmundsson.


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu