Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ari hefur ákveðið að baula bara héðan í frá til að forðast allan misskilning


Sagði óvart alveg satt Biðst innilega afsökunar


Ari Edwald, forstjóri M$, stjórnarfulltrúi í forsetaframboði Davíðs Oddssonar, formaður Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins, og fyrrverandi forstjóri 365 miðla, segir að það hafi verið mistök af sinni hálfu að segja satt og rétt frá, þegar hann lofaði því að M$ myndi svo sannarlega velta öllum sektum frá Samkeppniseftirlitinu beint út í verðlagið.

Hann segir að hann sé ekki vanur því að segja satt. Í raun viti hann ekki hvað hafi komið yfir sig.


Ari segir ákveðna afsökun fólgna í þeirri staðreynd að hann hafi verið nýbúinn að borða dós af jarðarberjaskyri.

„Það er svo mikill viðbættur sykur í þessu, að ég varð alveg ruglaður í hausnum og virðist bara ekki hafa haft vit á að ljúga, eins og ég geri venjulega“, útskýrir Ari, óvenju auðmjúkur á svip.

Ari segir að það taki sig sárt að sjá viðbrögð neytenda við sannsögli sínu, en þeir hafa nú snúið baki við vörum M$.

„Ég vil bara plís biðja alla að kaupa rosa rosa mikið af hrikalega ofsykruðum vörum M$. Allavega jafn mikið og fjárhagur og tannheilsa neytenda þolir. Ég lofa að segja aldrei aftur satt.“






xB 2014






Fara efst á síðu