Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Katrín er við hestaheilsu, en ofsafengin viðbrögð á Facebook ollu Ragnari hugarangri


Hélt að Katrín Júlíusdóttir væri látin Vegna fjölda minningargreina á Facebook


Ragnar Róbertsson varð að eigin sögn fyrir alvarlegu taugaáfalli í morgun.

Hann var þá að skruna niður Fésbókina eins og hann gerir á hverjum morgni, ásamt því að þamba rótsterkt kaffi með smá lýsisskvettu og vodkadreitli.


„Fyrst sá ég ekkert nema fréttir af strætóbílstjórum sem henda börnum út á þjóðveg, og neita að opna dyrnar fyrir innflytjendum. En svo fór ég að reka augun í fjöldan allan af minningargreinum um Katrínu Júlíusdóttur.

Það voru allir að tala um að hennar yrði sárt saknað, þetta væri mikill missir fyrir þjóðina, og eitthvað í þeim stíl, þannig að mér datt ekki annað í hug en að hún væri farin yfir móðurina miklu“.

Ragnar segir að honum hafi orðið bæði hverft og bilt við, og að lyklaborð hans sé trúlega ónýtt eftir að kaffimixtúran frussaðist yfir það. Þó hann þekki ekki Katrínu persónulega, þá sé hún uppáhalds stjórnmálamaður hans, að frátöldum Brynjari Níelssyni, Ólafi Ragnari, Vigdísi Hauks, og Donald Trump.

Hann segir einnig að áhyggjur hans af lyklaborðinu hafi horfið eins og dögg fyrir sólu þegar hann komst að því að andlátsfréttirnar væru stórlega ýktar, og að Katrín sé bara að hætta á þingi sökum þess að hún ætli í forsetaframboð.

„En það er samt augljóst að samfylkingarfólk trúir ekki á líf eftir þingsetu, miðað við þessi viðbrögð...“, segir Ragnar að lokum, spekingslegur á svip, en dálítið eftir sig eftir tilfinningarússíbana dagsins.


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu