Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Egill er kominn í jólafötin.


Sumir drekka mikið. Aðrir minna.


Egill Helgason hafði samband við Gys.is og lýsti yfir talsverðum áhyggjum af jólabjórdrykkju þjóðarinnar.

„Fyrir nokkrum árum þekkti enginn jólabjór á Íslandi“, segir Egill.


„En nú segja menn að það sé bjórinn sem kemur með jólin. Það stefnir meira að segja í metár í bjórsölu!

Ef við gefum okkur að hver einstaklingur drekki þrjá lítra af jólabjór, en mínusum svo frá börn, bindindisfólk og bavíana, þá er augljóst að sumir drekka að meðaltali meira!

Í rauninni má segja að það seljist skrilljón lítrar af bjór í hverri viku, það eru þá gasilljón lítrar á mann. Eða á suma menn. Það eru sko gasilljón lítrar á þá menn sem drekka gasilljón lítra. Auðvitað minna á hina sem drekka minna.

Þannig að, að meðtaltali drekkur hver íslendingur pottþétt jólabjór, og það er bara alls ekki nógu gott!“

Þú segir nokkuð Egill, ertu búinn að segja Gunnari Smára frá þessu?

„Nei, nei. Ég er bara svona að blogga upphátt.“

Bloggfærsla Egils


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu