Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Magnús Geir er úti í hrauni


Vonar að það fari að gjósa fljótlega Svo hann komist heim


Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður RÚV, segist langþreyttur á bið eftir eldgosi á Reykjanesi.

Magnús hefur þurft að standa úti í hrauni síðan í fyrradag með Keili í bakgrunni, bíðandi eftir því að mögulegt gos hefjist.


„Það er alveg ískalt og það er rosa mikið rok og ég held að nebbanefið sé að detta af mér, ef það sé ekki löngu búið að því,“ sagði Magnús aðspurður um aðstæður sínar.

„Þessir vísindamenn lofuðu rosa mikið að það væri alveg að koma gos og Bogi (Ágústsson) vill ekki leyfa mér að koma heim fyrr en gosið byrjar að gjósa og þannig.

Ég er ógeðslega svangur og þessi hálfa rækjusamloka sem Bogi sendi mér er löngu búin og hún var ekki einu sinni góð. Það var allt of mikið majónes á henni og eiginlega engar rækjur fannst mér.“

Bogi segir að ekki komi til greina að Magnús Geir fái að snúa heim fyrr en gos hefst. Það sé til siðs á RÚV að fréttamenn standi úti á túni með viðeigandi bakgrunn þegar þeir þylja upp fréttir sínar.

Magnús Geir segir að sér finnist lífið ósanngjarnt og frekar asnalegt og að aðrir fréttamenn RÚV sem standa gosvaktina virðist búa við betri aðstæður.

„Ingólfur Bjarni sveimar bara um í þyrlu og hann er líka með loðkraga á sinni úlpu. Ég er sjálfur bara alveg við frostmark og finn ekki fyrir fótunum á mér lengur.“

Því miður hafa líkur á gosi minnkað og því útlit fyrir að Magnús Geir snúi ekki heim á næstunni.


Ingólfur Bjarni sveimar um í þyrlu í leit að eldgosi


„Löggulíf“


Fara efst á síðu