Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Það má nú smella af þótt tilefnið sé ömurlegt. Mynd: KSÍ


Lélegast landslið Íslandssögunnar Sem er auðvitað met í sjálfu sér


Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu féll í gær í C-deild þjóðadeildar Evrópu. Það er auðvitað huggun harmi gegn að til er D-deild sem Ísland er enn sem komið er ekki fallið í.

Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Kósímó og spilaði liðið af fullkomnu getu- og áhugaleysi nánast allan tímann.

Arnar Gunnlaugsson, sem er nýtekinn við liðinu átti furðulega innkomu svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann ákvað t.d. að varnarmenn væru til óþurftar og hafði enga slíka í byrjunarliðinu.

Það kom Arnari algjörlega í opna skjöldu hversu illa þessi ákvörðun kom niður á varnarleik liðsins. Hann brá því á það ráð að skipta fleiri miðjumönnum inn á í hálfleik og bað þá um að sinna varnarleik sem þeir tóku auðvitað ekki í mál.

„Frekar lætur maður nú reka sig út af en að spila vörn,“ sagði fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn, sem og hann gerði.

Allar þessar hörmungar voru sýndar í frekar opinni útsendingu á Stöð 2 þar sem Kári Árnason sló enn eitt metið í svokölluðu slettumáli, en Kári er sem kunnugt er algjörlega ófær um að segja svo mikið sem hálfa setningu á einhvers konar íslensku.

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru almennt fegnir að þessari helgi sé loksins lokið og bíða mjög svo óspenntir eftir næstu landsleikjum.






xB 2014






Fara efst á síðu