Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Heimir beitti alls kyns brögðum til að reyna að rugla frambjóðendur í ríminu.


Þáttastjórnandinn stal senunni Rétt eins og endranær


Glæsilegar og vel undirbúnar kappræður af flottari tegundinni áttu sér stað á Stöð 2 í gær.

Stöð 2 ákvað að bjóða helmingi frambjóðenda til embættis Forseta Íslands til skrafs, enda dugar vel að hafa 6 í framboði. Þar var megináherslan lögð á að segja frambjóðendum í hvaða myndavél þeir ættu að horfa sem og að reyna að gera þá kjánalega.


Að venju stjórnaði hinn reynslumikli verðlaunablaðamaður Heimir Sjálfur Pétursson umræðunum af sinni alþekktu snilld.

Heimir hefur ekki lagt í vana sinn að láta almenna mannasiði þvælast fyrir sér, né að bera fram kommustafi þar sem þeirra er ekki þörf.

Þess vegna þótti það ekkert tiltökumál þótt hann hefði ekki alveg á hreinu hverjir væru búnir að svara hverju eða hvaða spurningu hann hefði fleygt fram síðast. Og fáum var brugðið við það þó hann hefði kannski ekki nöfn frambjóðenda alltaf á hreinu. Enda skipta nöfn ekki öllu máli þegar reynt er að komast að kjarna málsins.

Hver kjarni málsins kann að vera er flestum áhorfendum þó mögulega óljóst eftir áhorfið, því mest var rætt um mál sem koma forsetaembættinu lítið ef eitthvað við.

En þar liggur einmitt snilld Heimis og Stöðvar 2. Að finna ný og skringileg sjónarhorn og leyfa áhorfendum t.d. að njóta furðulegra og oftar en ekki skemmtilega óviðeigandi athugasemda um frambjóðendur af rifrildis- og fyrirlitningarvefnum X.

Þar sérvaldi Stöð 2 athugasemdir sem áttu það sameiginlegt að fjalla um útlit eða klæðaburð frambjóðenda og því var tíma áhorfenda svo sannarlega ekki sóað í staðreyndir eða málefni sem þeir geta hvort eð er örugglega ekki botnað mikið í.

Svona gengu kappræðurnar frá upphafi til enda. Heimir talaði og talaði og talaði svo aðeins meira. Annað slagið leyfði hann þó frambjóðendum að svara með eins atkvæðis orðum, enda er jú bara eitt atkvæði á mann.

Stundum tróð hann meira að segja hnefanum upp í sig í miðri spurningu, svona eins og hann væri að prófa hæfileika frambjóðenda til þess að skilja bjagaðar og niðurbældar spurningar.

Þegar upp var staðið hafði Heimir Sjálfur talað lengur en allir frambjóðendurnir til samans, enda hafði hann að eigin sögn svo miklu meira fram að færa en þeir.






„Löggulíf“






Fara efst á síðu