Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Hönnun skólans er glæsileg en samt gleymdist nánast allt sem máli skiptir.


Vissu ekki að börn þyrftu að borða Eins og annað fólk


Afar óheppileg mistök áttu sér stað við hönnun á Dalskóla í Úlfarsárdal, því það gleymdist alveg að gera ráð fyrir mötuneyti í skólanum.

Sem er nokkuð einkennilegt í ljósi þess að gert var ráð fyrir frístundaheimili, menningarmiðstöð, almenningsbókasafni, inni- og útisundlaug, íþróttahúsi og demantskreyttri tóbaksstofu.


Indro Candi yfir- og aðalhönnuður skólans segist hreinlega ekki hafa vitað að börn borðuðu yfir höfuð, hvað þá á skólatíma.

Eða eins og hann orðaði það: „Ég ekki vita ekki neitt.“

Guðmundur Pálmi Kristinsson verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar segir að þó vissulega verði ekki boðið upp á „hefðbundnar skólamáltíðir“ þá sé vel hægt að redda þessu með því að bjóða bara upp á „óhefðbundnar skólamáltíðir“.

„Við getum skotið máfa þarna í nágrenninu og tínt hundasúrur og ánamaðka eða eitthvað“, útskýrir hann nokkuð flóttalegur á svip og tekur svo umsvifalaust til fótanna.

Þrátt fyrir þessar mögulegu reddingar Guðmundar Pálma verður að teljast ólíklegt að skólastarf í Dalskóla hefjist á næstunni, þar sem það gleymdist líka að gera ráð fyrir bæði kennslustofum og kennarastofu og reyndar kennurum yfir höfuð, því enn hafa engir slíkir verið ráðnir til starfa.

Eyjan
RVK






Herrann í Hádegismóum...






Fara efst á síðu