Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Eitt af mörgum frambærilegum borgarstjóraefnum Sjálfstæðisflokksins


Skilur ekki almenningssamgöngur Og trúir ekki á strætó


Eyþór Arnalds, sem nú hefur reyndar tekið upp framboðsnafnið „Herra Laxdal“, segist ekkert botna í almenningssamgöngum.

„Ég meina sko, ef ég skil þetta rétt, þá keyra þessir strætóbílar bara einhverjar fyrirfram ákveðnar leiðir, án þess að vita nokkuð hvert farþegarnir eru að fara. Það getur bara ekki verið að allt fólkið inni í þeim sé allt að fara alltaf á alla sömu staðina“, útskýrir frambjóðandinn af yfirvegun fyrir blaðamanni.


„Það er bara algjörlega óhugsandi sko. Og ekki nóg með það, heldur er líka fyrirfram ákveðið hvenær þeir keyra hvaðan og hvert, er það ekki?“, bætir hann við og klórar sér ákaft í kollinum.

Eyþór Herra Laxdal segir að þegar hann verður borgarstjóri, þá verði almenningssamgöngur lagðar niður. Í staðinn komi sjálfkeyrandi bílar, og sjálffljúgandi kafbátar, svo enginn þurfi að aka ölvaður á ljósastaura og flýja af vettvangi.

Eyþór Herra Laxdal bætir því við að hann sé í rauninni ekki viss um að strætó sé til í alvörunni. Líklega séu allar almenningssamgöngur ekkert annað en blekkingarleikur herskárra kommúnista. Mögulega liður í aðför þeirra að einkabílnum.

„Allavega þekki ég engan sem hefur nokkurn tíma tekið strætó, eða lesið Fréttablaðið. Hvað þá lesið Fréttablaðið í strætó“, segir tilvonandi borgarstjórinn að lokum, nokkuð þungt hugsi, en greinilega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að ausa úr hyldjúpum viskubrunni sínum yfir borgarbúa og aðra landsmenn.

Vísir






xB 2014






Fara efst á síðu