Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar Róbertsson


Vill að bækur verði prentaðar á hlið Til hægðarauka fyrir lesendur


Ragnar Róbertsson, lestrarhestur og formaður Hollvinafélags Borgarbókasafnsins, hefur sent formlegt erindi fyrir hönd samtakanna, til Félags íslenskra bókaútgefenda.

Í erindinu fer Ragnar skilyrðislaust fram á það, að framvegis verði allar bækur prentaðar á hlið.


„Ég er svo slæmur í bakinu mínu“, útskýrir Ragnar ámátlega.

„Þegar ég ligg uppi í rúminu mínu með góða bók á milli handanna, þá finnst mér oft best að snúa mér á hliðina. En það er svo erfitt að lesa þannig, nema bókin sé á hlið líka. Og þá datt mér í hug að það væri kannski einfaldast að prenta bara allar bækur á hlið“.

Ragnar segist ekki eiga von á öðru en að erindi hans verði vel tekið.

„Það er auðvitað mannréttindabrot að neyða alla til að lesa alveg lóðrétt og þannig. Fólk er auðvitað mismunandi lárétt að eðlisfari, en allir eru samt láréttir í rúminu sínu. Ég mun örugglega æsa mig mikið og kannski berja í pottana mína eða öskra út um gluggann minn ef að ekki verður orðið við þessu“, segir Ragnar að lokum, og leggst samstundis á hliðina.

Sönn saga






xB 2014






Fara efst á síðu