Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Kristófer gerir allt berfættur. Nema auðvitað að fara í skó.


Berfættur og skólaus að neðan Nennir ekki að reima


„Ég er eiginlega alveg hættur að fara í skó“, segir Kristófer Kvaran, tónlistarmaður og starfsmaður á leikskóla.

„Ég bara hreinlega nenni ekki að reima“, bætir hann við.


„Margir halda að ég kunni ekki að reima, en það er alrangt, þó ég kunni reyndar bara að reima hægri skóinn. Fyrst var ég alltaf í einum skó, og hoppaði bara um á öðrum fæti, en þá varð ég alltaf svo þreyttur, þú veist, í fætinum sem ég hoppaði á.

Ef mér er svakalega kalt á tásunum, þá reyni ég bara að hlaupa svo hratt að fæturnir snerti varla jörðina. En ef mér er samt ískalt, þá geng ég stundum bara á höndum, af því að ég er alltaf í svo hlýjum vettlingum.

Ég fór samt í skó um daginn, af því að ég var að fara í sund. Ég sef líka alltaf í stígvélum, sérstaklega þegar það er fullt tungl.“

Kristófer verður stundum fyrir aðkasti vegna klæðaburðar, sérstaklega þegar hann er berfættur að neðan, sem er alltaf.

„Sumir virðast ekki skilja að ég er með alíslenska frostfætur. Ég verð alveg brjálaður þegar fólk er að skipta sér af berfættu fótunum mínum“, segir Kristófer að lokum, og lemur fætur sína með gítarnum til að koma blóðflæðinu í gang.

Vísir


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu