Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ómar Bragi notar hér íslenskar kartöflur til að útskýra muninn á 10 og 11 ára börnum.


Vill ekki að veita undanþágur Á engin undanþáguumsóknareyðublöð


„Tíu ára börn eru allt öðruvísi en ellefu ára börn“, segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ.

„Þau eru t.d. yngri, stundum allt að því heilu ári“, útskýrir hann, máli sínu til stuðnings.


„Okkur berast ein til tvær undanþáguumsóknir á ári. Þú getur ímyndað þér skriffinnskuna og vesenið ef við tækjum t.d. aðra þeirra til greina. Hvað þá báðar!“

„Við höfum aldrei veitt undanþágu. Við eigum engin undanþáguumsóknareyðublöð, og þó við ættum þau, þá myndi ég ekkert kunna að fylla þau út.
Og þó ég kynni það, þá mundi ég ekki vilja það. Og jafnvel þó ég myndi vilja það, þá mætti ég það ekki. Og þó ég mætti það, þá gæti ég samt sem áður alls ekki leyft mér það.

Þú veist, út af þeim fordómum sem það gæti gefið“, segir Ómar Bragi að lokum, og virðist nokkuð ánægður með magnaðar rökfærslur sínar.

Fréttatíminn






xB 2014






Fara efst á síðu