Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar er óánægður með Griffil


Fékk enga þjónustu hjá Griffli Kom þó ekki að lokuðum dyrum


Ragnar Róbertsson varð í morgun, enn og aftur, fyrir hörmulegri lífsreynslu.

„Ég kom við í Griffli, og ætlaði að kaupa mér stílabók. Mér finnst gott að skrifa alls kyns lista og minnispunkta í stílabækur. En ég á lítið notaðan blýant, svo mig vantaði bara stílabók.


Ég var frekar snemma á ferðinni, svo ég óttaðist að ég kynni að koma að lokuðum dyrum. En sannleikurinn var miklu óhugnanlegri, ég kom bara ekki að neinum dyrum!“, segir Ragnar, og vonbrigði hans leyna sér ekki.

Ragnar segir að auki að ekkert starfsfólk hafi verið sjáanlegt, og að vöruúrval hafi verið með allra minnsta móti.

Ragnar er að vonum ósáttur við slíka þjónustu, eða öllu heldur, skort á henni.

„Ef ég get ekki skrifað minnismiða, þá þarf ég að muna rosa mikið, og það er rosa erfitt“, útskýrir hann.

Því miður varð viðtalið við Ragnar ekki lengra, þar sem hann var á hraðferð, og vildi komast í Fönn, til að sækja uppáhalds jakkafötin sín í hreinsun.


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu