Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Halldór Auðar fundar hér með sjálfum sér, í gegnum fjarfundabúnað


Fundaði með sjálfum sér Komst að samkomulagi


„Já, ég var sá eini sem mætti á fundinn!“, segir Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík.

„Hinir voru allir að installa Linux, eða eitthvað“, bætir hann við.


Halldór segir að fundurinn hafi gengið vel, þrátt fyrir lélega mætingu.

„Í raun gekk allt óvenju vel. Það voru engin frammíköll eða truflanir af neinu tagi. Ég fann fyrir miklum einhug, og allar ályktanir voru samþykktar einróma, í bókstaflegri merkingu meira að segja!“

Þessi ótrúlega lélega mæting er þó ekki einsdæmi í borgarpólitíkinni.

Framsóknarmenn eiga nefnilega heimsmet í lélegri mætingu, eins og mörgu öðru. Það mætti alls enginn á málefnafund þeirra.

Enginn!

Ekki einu sinni Óskar Bergsson.

Og hann kann ekki að installa Linux.

Vísir






xB 2014






Fara efst á síðu