Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Það þarf að skera niður alls staðar í þjóðfélaginu - Stafrófið sleppur ekki frekar en aðrir!


Stór hluti íslenskra ráðherra getur ekki lesið sér til gagns Virðast þó geta lesið sér til ógagns


Stór hluti ráðherra á Íslandi getur ekki lesið sér til gagns, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Gys.is.

Samkvæmt rannsókninni eiga flestir ráðherranna erfitt með að stagla sig í gegn um einfaldan texta, og fæstir þeirra þekkja alla stafina.

Hæstvirtur úglandaráðherra, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að sér þætti sérstaklega erfitt að lesa orð sem innihalda bókstafinn J, af því að sá stafur sé eiginlega alveg eins og rétt rúmlega hálft U.

Nokkrir ráðherrar tóku undir með úglandaráðherra, og sögðu að stafrófið væri allt of ruglingslegt, og að stofna þyrfti nefnd til að kanna hvort ekki væri hægt að einfalda það.

Hæstvirtir forsætis- og fjármálaráðherra komust þó að samkomulagi sín á milli, núna rétt fyrir hádegi. Varð niðurstaða þeirra sú, að nóg sé að stafrófið innihaldi stafina B og D.

RÚV greindi frá.


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu