Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

„Killerkokkur með krípí hanska“, er nýjasta útspil RÚV


Kósíkvöldið endaði sem martröð Gat engu svarað í Útsvari


Ragnar Róbertsson ætlaði að eiga kósíkvöld með fjölskyldu sinni síðastliðið föstudagskvöld, en það mistókst hrapalega.

„Við höfum alltaf kósíkvöld á föstudögum, nema þegar það eru landsleikir“, útskýrir Ragnar.


Kvöldið tók fljótlega óvænta stefnu, þegar í ljós kom að Ragnar vissi ekki svar við einni einustu spurningu í Útsvarsþætti kvöldsins.

„Þetta var alveg hræðileg lífsreynsla. Ég reyndi að láta eins og ég væri annars hugar, en sá strax að því trúði enginn, því fjölskylda mín veit vel hvað ég hef haft gaman að Útsvari í gegnum tíðina. Um tíma leit meira að segja út fyrir að konan mín ætlaði að fara að gera gys að mér, en þá þóttist ég þurfa að fara á klósettið.

Þetta eru bara allt of erfiðar spurningar. Þessi nýi spurningahöfundur hefur bara svo einkennileg áhugamál virðist vera. T.d. þessar Hullaspurningar endalaust. Ég horfi bara ekki á teiknimyndir! Og hvað er málið með þetta píanólag? Þá er eitt lag spilað en manni sagt að það sé eitthvað allt annað lag!? Þetta er bara ósanngjarnt!“

Ragnari datt í hug að færa kósíkvöldin yfir á laugardaga, en nú sýnir RÚV líka spurningaþátt á laugardagskvöldum.

„Þá er ekkert í boði, annað en að hafa kósíkvöld í miðri viku, eða bara að fella þau niður“, segir Ragnar, alveg miður sín.

Ragnar hefur sent harðort bréf til útvarpsstjóra, og farið fram á að RÚV sýni eitthvað annað íslenskt efni en spurninga- eða matreiðsluþætti, en ekki fengið nein svör. Hann fékk þó tilboð um að taka að sér stjórn á nýjum veiði- og matreiðsluþætti sem kallast „Drepum dýrin eða étum þau lifandi“, en Úlfar Finnbjörnsson hafði þá þegar hafið framleiðslu á slíkum þáttum, sem hann kallar reyndar „Killerkokkur með krípi hanska“.

Þungar spurningar
Killerkokkur með krípí hanska


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu