Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Lars tíndi mikið gras


Fræga fólkið borðaði hundasúrur og mosa Líka arfa, lyng, fífla og gras


Um daginn hittust heimsfrægir útlendingar í íslenskum sumarbústað.

Frægasti kokkur heims, enginn annar en prúðuleikarinn Lars, var í þrjá mánuði að tína arfa og hundasúrur, svo hægt væri að slá upp veislu.


„Ég ákvað að taka fræga fólkið í smá sjálfbærnikennslu“, segir Lars.

„Ég tíndi þess vegna alls kyns gras og gróður úti á túni, djúpsteikti þetta allt saman, bragðbætti með Parmesan og prumpulykt, og píndi í liðið. Svo eftir matinn, þá rak ég alla út á tún að kúka. 

Hundrað prósent sjálfbær meltingarhringrás takk!“, segir Lars stoltur.

Líkaði fólkinu vel?

„Nei engan veginn. Flestir ældu á diskinn sinn. Þá datt mér það snjallræði í hug að nota æluna sem eftirrétt!“

Sló eftirrétturinn í gegn?

„Ertu vitlaus maður?! Það er nógu ógeðslegt að éta sína eigin ælu, en ég lét fólkið víxla diskunum HAHAHA!“Eftirrétturinn sló ekki í gegn.


Af hverju læturðu svona við fólkið?

„Ég er bara að prófa mig áfram. Ég lét útrásarvíkingana éta gull og græna skóga. Svo sauð ég svakalega loforðasúpu fyrir Framsóknarflokkinn. Hún lyktaði vel en bragðaðist illa. Gras er mun næringarríkara en loforðasúpa, og æla er álíka bragðgóð. Þannig að mér fannst þetta liggja beint við sem næsta skref!“

Mbl.is greindi frá.


xB 2014


Fara efst á síðu