Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Það virkaði ekki að teikna vængi á svínið... og ekki heldur að gefa því epli.


Af hverju geta svín ekki flogið? Aldagömul ráðgáta leyst með hjálp vísindanna


Gríðarlega gáfaðir vísindamenn hafa nú komist að því, eftir áralangar rannsóknir, hvers vegna svín geta ekki flogið.

Dr. John Pigflyman er forsprakki hópsins.


„Við komumst að því, með því að beita vönduðum vísindalegum aðferðum, að svín hafa ekki vængi. Ef maður skoðar dýr sem kunna að fljúga, þá hafa þau einmitt oftast vængi. Ekki vampírur samt“, segir Dr. John.

„En svo prófuðum við að teikna vængi á svínið, og það breytti engu. Þannig að vængleysið er sem sé ekki ástæðan.“

Nú? Hver er þá ástæðan?

„Ástæðan er einfaldlega sú, að lífið er ósanngjarnt!“

Dr. John Pigflyman er hvergi nærri hættur rannsóknum sínum. Næsta verkefni hans er að rannsaka af hverju gíraffar hafa engan sporð.

Mbl.is greindi frá


„Löggulíf“


Fara efst á síðu