Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Svona útsýni þykir ekkert tiltökumál á landsbyggðinni.


Draumaveður á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn landsbyggðarfólks.


„Það má ekki koma snjókorn úr lofti, þá þarf að hringja á vælubílinn. Nei bara svona pæling sko!“, sagði Eydís Jónsdóttir við mágkonu sína, þegar fréttir bárust af veðurofsanum í morgun.

„Þessir sérfræðingar að sunnan eru allir eins, þeir aka um á sumardekkjum og keyra svo á hvern annan!“, sagði Una Kristín Árnadóttir, starfsmaður Vínbúðarinnar á Akureyri og opnaði sér bjór.

„Þetta eru svo miklir hálfvitar þarna fyrir sunnan. Ef þeir sjá eitthvað hvítt, þá halda þeir að það eigi að sjúga það í nefið, HAHAHAHA“, sagði Snjólfur Muggsson, íbúi í Svarfaðadal.

„Af hverju fá þessir lattelepjandi fávitar sér ekki almennilegan Zetor! Og hvað með það þó fólk sé fast í umferðinni í nokkra daga! Babú! babú!“, skrifaði Viðar Valgarðsson, bóndi á Veðurstöðum á fésbókarvegg sinn, og bætti svo við tvípunkti og nokkrum svigum.

„Fokkin fífl og fávitar í Reykjavík, geta þeir ekki bara farið út á sleða eða eitthvað“, Sagði Finnur sleðagaur, þegar hann hringdi í útvarpið til að tjá djúpstæðan skilning sinn á veðurfari.


Gys.is hafði samband við ónefndan veðurfræðing og spurði hann álits.

Af hverju trúir landsbyggðarfólk því ekki að það geti komið vont veður á höfuðborgarsvæðinu?

„Af þessu má ráða að spekileki landsbyggðar til höfuðborgarsvæðis er talsverður, og minnimáttakennd þeirra sem búa í krummaskuðum fer vaxandi.“

Svo mörg voru þau orð.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu