„Sérðu hvað það er stórt! VÁÁÁ!“, bætti hann við.
„Það er líka viðbjóðslega dýrt! VÁÁÁÁÁ!“
Af þessu tilefni kom elítan saman, datt í það og dáðist að stærð sjónvarpsins.
Eiður Guðnason benti réttilega á að dagskrá Ríkissjónvarpsins skánaði ekkert þótt horft væri á hana í stærra sjónvarpi.
Því miður var ekki hægt að birta mynd af sjónvarpinu, því það er svo hrikalega stórt að það rúmast ekki á venjulegri mynd.
Svo greindi Smarta María frá.