Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Samkomubannið verður senn bannað


Feginn að allt sé að falla í fyrri skorður Þolir illa breytingar


Ragnar Róbertsson segist afar feginn því að allt sé nú að verða eðlilegt í samfélaginu á ný. Hann segir að samkomutakmarkanir hafi reynt mikið á sig.

„Mér finnst best að vera alveg á kafi í fólki og þá meina ég ekkert endilega í sundi, heldur bara hvar sem er,“ útskýrir Ragnar.


„Það er ótrúlega erfitt að þurfa að halda tveggja metra fjarlægð frá fólki þegar maður vill helst kyssa það og knúsa og nudda sér utan í það.“

Að sögn Ragnars óttaðist hann um tíma að hann myndi aldrei bíða þess bætur að komast ekki í sund í nokkrar vikur.

„Þess vegna beið ég líka í röð í þrjá og hálfan sólarhring þegar ég frétti að sundlaugarnar ættu að opna að nýju.“

Ragnar segist svo hafa verið í sundi í álíka langan tíma og hann eyddi í röðinni, svo sundþyrstur hafi hann verið orðinn.

„Ég var ekki bara með rúsínufingur, ég var bara ein stór klórangandi rúsínuklessa!“ segir Ragnar og ljómar af ánægju.

En lokanir sundlauganna voru ekki það sem reyndi hvað mest á Ragnar.

„Nei, það var messufallið. Það er alveg hræðilegt að komast ekki til messu. Ég er alveg háður því að heyra lesið úr Kórintubréfum Páls postula og þá sérstaklega því seinna.“

Þrátt fyrir að messum hafi verið streymt á netinu segir Ragnar að ekkert komi í stað þess að mæta í messu í raunheimum.

„Mér finnst maður bara ekki ná neinni nánd á netinu, hvorki við guð né menn. Ég held að guð sé eiginlega ekkert á netinu. Hún á örugglega hvorki síma né tölvu, svona þegar maður pælir í því.“

Ragnar segist ekki geta beðið eftir því að barirnir opni líka.

„Þetta er hin heilaga þrenning lífs míns. Sundlaugar, kirkjur og barir. Draumur minn er sá að í náinni framtíð geti ég eytt öllum mínum dögum á góðum sundlaugamessubar. Og ef sá draumur rætist ekki, þá væri ég allavega til í að hafa aðgang að minibar og fótabaði í kirkjunni.“


„Löggulíf“


Fara efst á síðu