Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Elítubræður eru með allt á hreinu. Nema flest. Eða eiginlega allt.


Kunna ekki að reikna Og vilja ekki semja


Vandræðalegt vandræðaástand hefur nú myndast á hinum vandræðalega illa launaða vinnumarkaði. Ástæðan er algjör skortur á reiknigetu hjá sérhagsmunasamtökum hatvinnulífsins sem og í fjársvikaráðuneytinu.

Framkvæmdastjóri sérhagsmunasamtakanna, Snjalldór Vítamín sem og sjálfur einræðisalvaldur fjársvikaráðuneytisins, Bjarni Sjálfur Ben, halda því statt og stöðugt fram í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum, að launafólk krefjist þess að fá tugþúsunda prósenta launahækkun.

Sú fullyrðing er auðvitað bæði kolröng og kjánalega heimskuleg og fer þeim því vel í munni.

Illa gengur að koma elítugaurunum tveimur í skilning um vitleysisgang þeirra, því þeir eru ekki vanir því að hlusta á aðra og virðast í raun engan veginn færir um það.

Í stað þess að reyna að semja kjósa þeir að fara þveröfuga fjallabaksleið og bjóða bara alls enga launahækkun, heldur þvert á móti launalækkun.

Það stefnir því allt í óefni, verkföll og langvarandi skort á samningavöfflukaffi.

Bjarni Ben sagði í einu sjónvarpsviðtalinu að hann hefði ekki nógu marga fingur til að telja ástæður þess að þeir félagar eigi skilið að vera á sínum ofurlaunum á meðan viðsemjendur þeirra eigi sumir hverjir ekki fyrir salti í grautinn. Hvað þá fyrir grautnum sjálfum.

Og jafnvel þó hann teldi á tánum líka þá dygðu þær varla til. Og þó hann notaði hala sinn og horn líka, þá væru ástæðurnar samt enn fleiri.

Snjalldór Vítamín tók í sama streng og sagði að á Íslandi ríki fáránlega mikill jöfnuður. Allavega á milli þeirra félaganna.

Og á meðan svo æðislegur jöfnuður ríkir á toppnum virðist engan sáttavilja að finna þar.

Því miður er ómögulegt að fá elítubræðurna til að skella sér í verkfall, því fátt yrði þjóðinni til meira happs, nema ef ske kynni að Miðflokkurinn gæfi upp öndina.
„Löggulíf“


Fara efst á síðu