Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ef myndin prentast vel verður hún vonandi ekki mjög ógeðsleg.


Fær ekki að heita Ógeðslegur Foreldrunum finnst það ógeðslega leiðinlegt


Hjónaleysin Ljótur Bjáni og Feita Gylta eru afar ósátt við úrskurð Mannanafnanefndar, sem setur blátt bann við því að sonur þeirra fái að bera nafnið „Ógeðslegur“.

Í rökstuðningi nefndarinnar segir að „Ógeðslegur“ sé lýsingarorð en ekki nafn. Ljótur og Feita gefa lítið fyrir þennan rökstuðning og benda á að bæði beri þau nöfn sem séu einmitt lýsingarorð.

Feita Gylta segir að sér hafi þótt sonur sinni ógeðslegur frá fæðingu og að þess vegna liggi beint við að hann fái það nafn. Að auki sé það ógeðslega svalt nafn og ógeðslega óalgengt og þess vegna ógeðslega sniðugt.

Mannafnananefnd verður þó ekki hnikað að því er virðist og formaður nefndarinnar gekk meira svo langt að segja að sér þyki þetta „nafn“ hreinlega ógeðslegt.

Hann stakk upp á því að Ljótur og Feita skírðu son sinn Dúkkulísa, Gosflaska eða Sigríður.

Öll væru þessi nöfn góð og gild og nefndinni mjög að skapi.

RÚV


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu