Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Það er djúpt á jólaskapinu hjá Ragnari þetta árið.


Kemst bara ekki í jólaskap Sama hvað hann reynir


Ragnar Róbertsson stendur nú í þeim hörmulegu sporum að komast ekki í jólaskap, sama hvað hann reynir. Það er helst vegna þess hve íslenskt samfélag fer mikið í taugarnar á honum.

En líka af því að hann er í seinni tíð farinn að efast um tilvist jólasveinanna og þá sérstaklega Gáttaþefs.


Ragnar segir að það fari gífurlega í taugarnar á sér að enn sé ekki búið að handtaka forsvarsmenn Samherja þrátt fyrir afar vel rökstuddan grun um alvarleg og endurtekin lögbrot. Að sama skapi fari meintar vinsældir Miðflokksins mikið í taugarnar á honum.

Eins að það sé búið að ákveða að ráða Svanhildi Hólm Valsdóttur í stöðu útvarpsstjóra. Slæmt gengi Arsenal hjálpar svo ekki til við að auka jólaskap hans.

„En svo er það líka bara ýmislegt smálegt sem pirrar mig. Verksmiðjubúskapur, okur íslenskra kaupmanna, misskiptingin í samfélaginu, sykurmagnið í Costco tertunum og þættirnir hans Gísla Marteins, bara svona sem dæmi,“ útskýrir Ragnar leiður á svip.

„Ég er hins vegar mikið jólabarn. Þess vegna hef ég reynt allt til þess að komast í jólaskap. Ég er búinn að fara á fjölmarga jólatónleika og hef hlustað á Léttbylgjuna frá því að jólalagaspilun hófst þar í byrjun maí. Svo er ég búinn að borða nokkur kíló af mandarínum og piparkökum og þamba jólabjór með. Ég er líka búinn að skreyta heimilið fáránlega mikið, bæði að utan og innan og troða reykelsi upp í nefið á mér og drekka ennþá meiri jólabjór. En allt kemur fyrir ekki. Það bara örlar ekki á jólaskapinu.“

Ragnar segist þó ekki vera algjörlega úrkula vonar um að komast í jólaskap fyrir hátíðirnar. En til þess að það hafist þurfi hann að takmarka mjög fréttaáhorf sitt en að sama skapi að auka neyslu sína á jólabjór umtalsvert.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu