Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Guðjón leggur mikið upp úr sósíalkratalúkkinu og tekur ekki í mál að tala né hlýða á ensku.


Mikilvægt samstarf þó enginn skilji neitt í neinu Enda skilningur ekki forsenda tekna fyrir setu í ráðinu frekar en almennri þingsetu.


Guðjón S. Brjánsson, aðalformaður Norðausturhluta Íslandsdeildar Norðvestnorræna norðurogniðurráðsins, segir eðlilegt að hann og aðrir ráðsmenn ráðsins skilji ekki neitt í neinu sem fram fer á ráðsfundum ráðsins.

Þar sé nefnilega töluð úglenska. Hann segir að það sé vissulega erfitt að sitja langa fundi og hlusta á óskiljanlega úglensku og mega svo ekki svara á íslensku. Það sé skýrt tekið fram í ráðsreglum ráðsins að allt fundarstarf skuli fara fram á blandinavísku.

Þegar hann sjálfur neyðist til að tala segi hann oftast bara eitthvað svona „bla bla dittó dattó dinglídúdú“ og það virðist enginn fatta að hann sé ekki að segja neitt í alvörunni.

En þrátt fyrir allt þetta er tilvist ráðsins bráðnauðsynleg að mati Guðjóns, því það skaffar þingmönnum aukatekjur og að auki fá þeir alltaf kaffi og kökur á fundunum. Stundum séu meira að segja smurbrauðstertur með rækjum og allt.

Guðjón segir að ekki komi til greina að tala ensku á fundunum, því enskan sé uppfinning kalrifjaðra kapítalista og slíkt markaðsmál muni aldrei nokkurn tíma heyrast mælt af sósíalkratískri tungu hans, eða annarra fundarmanna.

Að lokum segir Guðjón að hann rámi í að hafa séð Star Trek þátt þar sem allir voru með „svona sjálfvirka þýðingartölvu“ og það séu örugglega ekki nema svona 5 til 50 ár þangað til hún komi á almennan markað og þá leysist þetta mál af sjálfu sér.

Þangað til sé bara fínt að fá sér kaffi og kökusneið og hlusta á óskiljanlegt úglenskt þvaður. Í gamla daga hafi slíkt nú bara verið kallað þægileg innivinna.

Mbl.is


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu