Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Nýi spillingarmælirinn ræður við að mæla Sigríði Á. Andersen þótt naumt sé.


Dettur ekki í hug að segja af sér Og hvarflar ekki að henni heldur


Sigga Á. Á. Æ. Æ. Ó. Ó. dómsmálaráðherra og aðalyfirlögbrjótur núverandi ríkisstjórnar segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hún ætti vissulega að gera það.

Að sögn Siggu var hún nauðbeygð til að brjóta öll lög og siðferðisreglur sem gilda um skipan dómara.


„Sko Brynjar Níelsson vildi endilega koma konunni sinni á ríkisspenann og svo þurftum við líka að koma fleiri flokksgæðingum að, þannig að ég gat ekki annað en skipað þá sem dómara þó ég hafi auðvitað þurft að fara aðeins á svig við lög og reglur“, útskýrir ráðherrann með sínu hefðbundna hrokafulla yfirbragði.

„Sem æðstasti aðalyfirmaður löggæslunnar hlýt ég líka að vera í fullum rétti sama hvað ég geri af mér. Ég gæti kúkað á styttuna af Jóni Sigurðssyni og skeint mig með fornum handritum án þess að nokkur gæti gert nokkuð“, bætir hún við og setur upp jafnvel enn hrokafyllri svip.

Sigga segist ósammála niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, rétt eins og hún var ósammála niðurstöðu Hæstaréttar á sínum tíma. Hún segist reyndar alltaf ósammála niðurstöðum dómstóla nema þeir séu eingöngu skipaðir vanhæfum dómurum sem hún hafi skipað sjálf.

Að lokum hlær Sigga að íslenskum kjósendum og segir að hún sé bara hress. Það sé þægilegt að sitja í skjóli ríkisstjórnar sem hafi það eina markmið að halda völdum, jafnvel með jafn gallsúra og klikkaða ráðherra innanborðs eins og hana sjálfa.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu