Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Sendiherrann og Trölli. Ekki er vitað á þessari stundu hvor er hvor.


Pólski sendiherrann í slæmu skapi Hefur allt á hornum sér


Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi og í Hrísey, segir það hluta af starfi sínu að móðgast fyrir hönd þjóðar sinnar. Það sé líka nútímalegt að móðgast sárlega yfir öllu og engu.

Í þessari viku segist hann hafa móðgast mikið vegna fréttar Stundarinnar sem fjallar um að Trölli sé víða

Mögulega muni einhverjir túlka fréttaflutning Stundarinnar á þann veg að Trölli sé í Póllandi. Það sé alrangt, ef ekki bara kolvitlaust og að auki fáránlegur málatilbúnaður og með öllu ósannaður, enda rangur, vitlaus og misvísandi. Því sé hér um falska falsfrétt að ræða og aðför að pólsku þjóðinni í heild sinni.

Eins segist hann hafa móðgast yfir mjólkurauglýsingu forsætisráðherra, því allir viti að pólsk mjólk sé bæði bragðbetri og hollari en sú íslenska.

En allra mest hafi hann þó móðgast yfir afnámi ananaspitsubanns forseta Íslands. Ananas eigi ekki erindi á pitsur nú frekar en endranær. Enda hafi Pólverjar bannað alla almenna ananasnotkun fyrir löngu síðan.

Að lokum segist hann hálfmóðgaður yfir því að á Íslandi ríki á stundum fjölmiðlafrelsi og krefst þess að Glitnir og Bjarni Ben leggi umsvifalaust fram lögbannskröfu á öll möguleg og ómöguleg framtíðarskrif Stundarinnar um Trölla.

Því annars muni Trölli kannski stela pólsku jólunum.xB 2014


Fara efst á síðu