Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Froðan eykst með degi hverjum.


Tilvist biðlista fullkomlega óljós Og mögulegur tilgangur þeirra einnig


Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa hugmynd um hvað orðið „biðlisti“ þýðir.

Hún segist þó skilja bæði orðin „bið“ og „listi“. 


„Ég hef persónulega reynslu af báðum þessum orðum. Ég hef t.d. verið á lista VG undanfarin ár, og ég gat ekki beðið eftir því að komast á ráðherrastól.

Hins vegar finnst mér óskiljanlegt að nokkrum manni detti í hug að skeyta þessum orðum saman, því orðið biðlisti er bara einhver merkingarleysa í mínum huga.“

Svandís segist þó ekki ætla að deyja ráðalaus, því hún hyggist stofna sérstakar nefndir, starfshópa og samráðshópa sem muni fara heildrænt yfir þetta furðulega orð, og ákveða hvað það eigi að þýða, ef eitthvað.

Gys.is hafði einnig samband við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, til að athuga hvort hún kynni skýringar á þessu orði, enda er hún með meistarapróf í íslenskum bókmenntum.

Því miður barst einungis staðlað svar frá henni: „Ég hef ekki verið og er ekki hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna.“

Íslenska þjóðin verður því að bíða eftir niðurstöðum frá þessum nefndum, starfshópum og samráðshópum, áður en ljóst verður til hvers biðlistar eru, ef þeir eru yfir höfuð til.

RÚV
Eyjan


Eldhúsdagsdansinn

Íhuga að breyta gangi klukkunnarRíkisstjórn Íslands íhugar nú bæði í gríni og af fullri alvöru að breyta gangi klukkunnar. Nokkrar hugmyndir eru uppi á borðinu, hver annarri betri.

Ein hugmyndin er sú að lengja sólarhringinn um eina klukkustund eða svo. Þá hafi fólk meiri tíma til að vinna.

Önnur hugmynd er að stytta sólarhringinn um allt að tólf klukkustundir, svo fólk hafi ekki tíma til neins nema að vinna. Að auki verður þá enginn tími fyrir fólk til þess að kvarta undan ríkisstjórninni.

Fara efst á síðu