Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Þeir kunna þetta sjálfgræðismennirnir.


Spilltur spillingur úr spillta spillingarflokknum staðinn að spillingu Eða kannski frekar skattsvikum og peningaþvætti að þessu sinni.


Héraðssaksóknari hefur ákært Júlíus Spilling Ingvarsson fyrir að hafa þvættað og þvegið og skolað og skúrað allt að 57 milljónir af illa fengnu fé.

Júlíus hefur gengist við þeim hluta ákærunnar sem er fyrndur, en segist ætla að bíða uns aðrir hlutar kærunnar verða einnig fyrndir, áður en hann játar þá á sig.


Að sögn Júlíusar á hann að baki langan og farsælan svika- og spillingarferil, og hefur því úr nægu að moða þegar það kemur að því að játa á sig sakir. Þó hann vilji sem fyrr segir, ekki gera það aaaaaalveg strax.

Hann segist vera að fara nokkuð kerfisbundið yfir brot sín, eftir minni. Svo merki hann samviskusamlega inn fyrningardagsetningar í gamla góða fílófaxið sitt. Hann muni svo játa sakir sínar lið fyrir lið, jafnóðum og þær fyrnast.

Júlíus tekur skýrt fram að hann sjái ekki eftir því að hafa verið svo óheiðarlegur í framkomu. Hann sjái hins vegar mikið eftir því að upp um hann hafi komist.

Það hafi haft gríðarlega neikvæð áhrif á setu hans í borgarstjórn. Meira að segja svo neikvæð að henni hafi bara lokið.

Að lokum segist hann nú bíða eftir því að fá dóm, því strax þegar dómur er fallinn á hann von á því að fá æru sína uppreista. Þá geti hann aftur farið að láta sjá sig á almannafæri, og farið sjálfur og aleinn í ísbúðir og á harmonikkuböll.

Og svo geti hann snúið aftur í borgarstjórn, og orðið borgarstjóri og forseti og keisari og kóngur.

Eða allavega selt notaða bíla.

RÚV


„Löggulíf“


Fara efst á síðu