Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Guðmundur segir að peningar færi sér ekki hamingju nema síður sé.


Er að drukkna í peningum Biðlar til stjórnvalda


Guðmundur Kristjánsson kvótagreifi og útgerðarþegi segist vera alveg við það að drukkna í peningum.

Hann hafi reynt allt til að eyða meira, en samt stækki peningasafn hans áfram hratt og örugglega.


„Ég er alveg ráðþrota, enda búinn að reyna gjörsamlega allt. Ég skeini mér með seðlum, borða búnt af tíuþúsundköllum í morgunmat, með smáslettu af klinki, og eyði eins og ég get í alls kyns óþarfa og óþverra.

En það sér ekki högg á vatni. Ég er löngu löööööngu búinn að fylla alla skápa og skúffur af seðlum, og ég lánaði meira að segja vini mínum fimm hundruð krónur. En allt kemur fyrir ekki, seðlarnir streyma bara inn“, segir Guðmundur og vonleysið leynir sér ekki í svip hans.

Hann segist aðeins sjá eina hugsanlega lausn á vanda sínum.

„Stjórnvöld verða bara að hækka veiðigjöldin. Þetta gengur ekki svona. Hér er ég að drukkna í ríkidæmi mínu, á meðan fullt af fólki á ekki til hnífs og skeiðar, og á jafnvel ekki í nein hús að venda.

Þetta er auðvitað absúrd ástand, og ég vil bara reyna að höfða til réttlætiskenndar stjórnvalda og biðja þau um að hækka veiðigjöld strax, og það verulega“, segir auðmaðurinn að lokum, og brestur í grát yfir ranglæti samfélagsins.


Stundin


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu