Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Engir fá lengra sumarfrí en jólasveinarnir á þingi


Enn mánuður eftir af sumarfríi Þingmenn slaggir að njódda og livva


Á Íslandi leggst samfélagið í dvala ár hvert þegar allir landsmenn fara í sumarfrí á sama tíma í byrjun júlí og flykkjast í sólina á Tenerife eða Egilsstöðum.

Í byrjun ágúst byrja svo hjól atvinnulífsins að snúast á ný, fréttastofa Ríkisútvarpsins fer aftur að flytja fréttir, og almenningur fer að japla á hálffrosnum lambakótilettum og þunglyndislyfjum.


En annað mál gildir um Alþingi. Þar fá allir að minnsta kosti þriggja mánaða sumarfrí, og að auki miklu, miklu, miklu, miklu, miklu, miklu lengri jóla- og páskafrí en allir aðrir.

Sennilega ná þingmenn varla að vera við vinnu hálft ár af hverju ári. Sérstaklega ekki þeir sem nenna ekki einu sinni að mæta þegar þingstarf er þó í gangi.

Það verður skemmtilegt að þurfa að hlusta á fjármálaráðherra útskýra það enn og aftur, og aftur og enn, þegar þing kemur aftur saman, að ekki sé svigrúm til launahækkana á almennum vinnumarkaði. 

Sérstaklega ekki fyrir þá sem hafa lægstu launin.

Því þetta sama svigrúm virðist vera algjörlega takmarkalaust fyrir hann sjálfan og vini hans.

Það er fullkomlega táknrænt að þingheimur skuli kjósa að koma saman og hefja störf að nýju þann 11. september.

Því þessi ríkisstjórn og meirihlutinn sem styður hana, virðist ekki hafa neitt annað á sinni stefnuskrá en að fremja efnahagsleg hryðjuverk á þeim sem minna mega sín, á sama tíma og allt er gert til að þeir allra ríkustu geti enn aukið forskot sitt.

Ekki náðist í ríkisstjórnina við gerð þessa pistils, enda er hún í sumarfríi.
„Löggulíf“


Fara efst á síðu