Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Lögreglan birti þessa mynd á Facebook síðu sinni. Sjá má ferðamanninn dularfulla lengst til hægri.


Undarlegur erlendur ferðamaður á ferð um landið Lögregla með mikinn viðbúnað


Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við erlendum ferðamanni sem fer á milli hótela og gistiheimila og segist vera í leit að gistingu. 

„Eða það er allavega það sem við höldum að hann sé að segja, því hann talar bara einhverja óskiljanlega úglensku“, útskýrir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, óttasleginn á svip.


Stefán segir manninn hinn furðulegasta. 

„Eins og ég sagði þá er þetta greinilega erlendur úglendingur, eða úglenskur erlendingur, af erlendu bergi brotinn og afar óljósum uppruna. Hann talar voða einkennilega, lítur rosa sérkennilega út, klæðist svaka afkáralega, og er pínku furðulegur á litinn.

Að auki vildi hann hvorki nærast á hval né hákarli, og fúlsaði meira að segja við íslensku brennivíni!“

Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að líklega sé bara um ósköp venjulegan ferðamann að ræða. Sennilega sé hann jafnvel betri en flestir, fyrst engar sögur hafi borist af því að hann aki eins og vitlaus maður á röngum vegahelmingi, eða kúki á bílastæðum við náttúruperlur.

Þetta sýni hins vegar að efla þurfi vinnu við að dreifa ferðamönnum jafnar um landið, því Norðvesturlendingar fái augljóslega ekki nægilega stóran skerf, bregðist þeir svona óttaslegnir við einum og einum ferðamanni á stangli.

RÚV


Íhuga að breyta gangi klukkunnarRíkisstjórn Íslands íhugar nú bæði í gríni og af fullri alvöru að breyta gangi klukkunnar. Nokkrar hugmyndir eru uppi á borðinu, hver annarri betri.

Ein hugmyndin er sú að lengja sólarhringinn um eina klukkustund eða svo. Þá hafi fólk meiri tíma til að vinna.

Önnur hugmynd er að stytta sólarhringinn um allt að tólf klukkustundir, svo fólk hafi ekki tíma til neins nema að vinna. Að auki verður þá enginn tími fyrir fólk til þess að kvarta undan ríkisstjórninni.
Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu