Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar er orðinn langþreyttur á lýðræðinu


Kominn með krónískan kosningakvíða Segir kosningar tilgangslausar


Ragnar Róbertsson segist vera kominn með meira en miklu meira en nóg af kosningum í bili, ef ekki að eilífu.

„Við erum að kjósa allavega einu sinni á ári, og stundum oftar“, segir Ragnar hálfgrátandi, og vonleysið skín úr svip hans.


„Það streyma bæklingar inn um lúguna, og sumir banka meira að segja upp á til að rétta manni bæklinginn. Ég kemst ekki út í búð til að kaupa mér kótilettur í raspi án þess að verða fyrir aðsúgi frambjóðenda.

Síminn hringir látlaust, blöðin innihalda ekkert nema auglýsingar frá öllum þessum milljón framboðum, og ég er löngu hættur að þora að kveikja á sjónvarpinu“, bætir hann við á milli ekkasoganna.

Ragnar segir að best væri að hætta bara alfarið að kjósa. Engu máli skipti hversu oft kosningar séu haldnar, þjóðin kjósi alltaf eins.

„Ég held það væri einfaldast að láta bara Sjálfstæðismönnum eftir að stjórna. Þjóðin kýs þá (ekki þau, heldur þá) alltaf hvort eð er. Og þó við gerum þá bara einráða að eilífu, og leyfum þeim að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist, þá felst bara engin breyting í því, því þannig er ástandið einmitt og hefur verið lengi“, segir Ragnar að lokum, örmagna eftir áratugalanga þátttöku í loforða- og lygalýðræði.


P.S.
Lesendur Gys.is verða varla undrandi á þessum króníska kvíða Ragnars. Þeir muna eflaust að hann lenti einu sinni í því að kjósa óvart Framsóknarflokkinn. Og síðasta haust tók Jón Kalmann einmitt ljóðrænt viðtal við Ragnar þar sem hann lýsti leiða sínum á blekkingum stjórnmálanna.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu