Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ekki nóg, ekki nóg.


Alþingi þarf að gera betur við þingmenn Því þeir fá aldrei nóg


Bjarkey Ólsen Ólsen Gunnarsdóttir þingmaður VG er afar ósátt við starfskjör sín, sem og samþingmanna sinna, og segir hlutskipti þeirra ekki öfundsvert.

Að hennar sögn fá venjulegir þingmenn ekki nema rétt rúmlega 1,1 millu í laun á mánuði.


Og þó þeir fái ókeypis skrifstofu og allan skrifstofubúnað, og ókeypis tölvu, og ókeypis síma, og Alþingi greiði símreikninga þeirra, og ferðakostnað innanlands sem utan auk dagpeninga, sem og allan kostnað við ferðir á fundi, ráðstefnur og námskeið, og greiði fyrir þá tryggingar, kaupi fyrir þá bækur, fréttablöð, og tímarit, greiði fyrir þá póstburðargjöld og kaupi fyrir þá veitingar, blóm og gjafir þegar þeir vilja gera sér glaðan dag... þá sé það bara ekki nóg.

Hún bætir við að þó að þingmenn fái líka frítt í leigubíla, aukagreiðslur fyrir vinnuaðstöðu á heimili sínu, og að auki hálfa milljón á ári í annan starfskostnað.... þá sé það bara ekki nóg.

Og þó þingmenn eigi líka rétt á styrkjum fyrir líkamsrækt, og sjúkraþjálfun, og iðjuþjálfun, og sjúkranudd, og meðferð hjá kírópraktor, og meðferð á osteópata, og sálfræðiþjónustu, og hjúkrunarmeðferð, og félagsráðgjöf, og næringarráðgjöf, og vegna smíði sérstakra innleggja hjá stoðtækjafræðingi, eða fyrir aðra sambærilega meðferð hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni... þá sé það bara ekki nóg.

Og þó þeir geti líka fengið styrki vegna krabbameinsleitar, gleraugna og augnaðgerða, heyrnartækja, tannviðgerða, glasafrjóvgunar, endurhæfingar, vímuefnameðferðar, og ættleiðingar... þá sé það bara ekki nóg.

Bjarkey segir að þó þingmenn fái að auki þriggja mánaða biðlaun fyrir hvert kjörtímabil sem þeir sitja, og njóti lífeyrisréttinda í algjörum sérflokki... þá sé það bara ekki nóg.

Að lokum segir Bjarkey að þó allar greiðslur til þingmanna, að frátöldu þingfararkaupinu sjálfu og starfskostnaði séu undandskildar tekjuskatti... þá sé það bara ekki nóg.

Og þetta virðist svo sannarlega vera rétt hjá henni.

Þingmenn fá aldrei nóg.

En þjóðin, hún er löngu búin að fá nóg.

Starfskjör þingmanna

Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna

Styrktarsjóður er fyrir félagsmenn hjá ríki eða sveitarfélögum

Bjarkey


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu