Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Jón segist bara vera mátulega reiður, sé tekið mið af því hversu ömurlegt allt er í þessum heimi.


Rífst og skammast á netinu Eins og enginn sé morgundagurinn


Jón Jónsson (43), eyðir flestum dögum starandi á símann sinn. Hann flakkar á milli vefmiðla í leit að fréttum sem hann getur hneykslast á. Þegar hann finnur slíkar fréttir, þá lætur hann nokkur vel valin orð falla í athugasemdakerfi.

Jón segir þetta ekkert nýtt, hann hafi stundað það að rífast og skammast á netinu í hartnær 20 ár.

„Fyrstu árin var ég bara á ircinu og hinum og þessum spjallborðum. Þá var ég mest að útskýra fyrir öðrum notendum hvað þeir væru illa gefnir í samanburði við mig, og þannig.

En þegar almennir fjölmiðlar fóru að leyfa athugasemdir, þá fyrst hófst fjörið. Sumir miðlar vanda sig líka einmitt við að birta svona fréttir sem auðvelt er að pirra sig á, og gera út á fólk eins og mig“, útskýrir Jón og sýnir blaðamanni DV.is máli sínu til stuðnings.

Jón segist ekki nenna að rökræða við aðra besservissera sem einnig vilja láta ljós sitt skína í athugasemdum.

„Mér finnst miklu skemmtilegra að vera með almenna for- og sleggjudóma“, segir hann.

„Oftast skrifa ég ekki nema örfá orð við hverja frétt. Þú veist, eitthvað eins og „Réttdræpur andskoti!!!!“, „Þvílíkur hrokagikkur!!!“, eða „Hann ætti kannski að fá sér alvöru vinnu!!!!!!!!!“, eða eitthvað þannig. En stundum er ég líka enn sniðugri í orðavali, og segi að viðkomandi þjáist af alvarlegum blýskorti, það þurfi að hnakkskjóta kvikindið, eða að ég bendi einfaldlega á hversu ömurlegt hlutskipti aldraðir og öryrkjar búa við.“

Jón vill þó ekki meina að hann sé sérstaklega reið eða andfélagsleg manneskja. Hins vegar sé samfélagið allt helsjúkt og flestir aðrir en hann sjálfur bölvaðir fábjánar og hálfvitar.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu