Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Það má ekki á milli sjá, hvor er meira hissa á þessu öllu saman.


Eyþór litli hélt að hann væri orðinn borgarstjóri Og Gulli pabbi hélt það líka


Eyþór Arnalds mætti í gær kotroskinn og vel greiddur á fund í Höfða, sem ætlaður var fyrir borgarstjórn og þingmenn Reykjavíkur.

Hann varð bæði hissa og vonsvikinn þegar hann komst að því að hann tilheyrði hvorugum hópnum.


„Ég vinnaði kosningarnar í Reykjavík rosalega mikið, svo ég skil ekki að ég sé ekki aðal yfirstjórarinn í borginni?“, segir Eyþór við blaðamann, forviða á svip.

„Svo bjóðaði Gulli pabbi mér líka með sér, svo ég var alveg, alveg, alveg viss um að ég mætti koma með“, bætir hann við.

Sá sem Eyþór kallar „Gulla pabba“ reynist vera sjálfur Guðlaugur Þór Þórðarson, úglendingaráðherra og fyrrverandi formaður Fjölnis.

Guðlaugur segist að minnsta kosti jafn hissa á öllu saman og Eyþór. 

Hann segist hafa lesið það í Morgunblaðinu að Eyþór væri réttkjörinn borgarstjóri. Honum finnist því með miklum ólíkindum að núverandi meirihluti hafi ekki þegar stigið sjálfviljugur til hliðar.

„Ég trúaði ekki eigin augunum mínum eða eyrum og þannig!“, segir ráðherrann til frekari útskýringa á afstöðu sinni, og er greinilega alvarlega móðgaður yfir þessu öllu saman.

Vísir


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu