Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Líkt og Íslendingar allir þá er Ragnar bæði spenntur og stressaður, þegar það styttist í leik.


Þorir varla að horfa á leikinn gegn Króatíu En getur þó ekki með góðu móti sleppt því


Ragnar Róbertsson segist hreinlega varla þora að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á HM á eftir.

„Ég hreinlega þori varla að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á HM á eftir“, útskýrir Ragnar.


Hann segist hafa verið svo stressaður yfir leiknum við Argentínu að hann hafi neyðst til að taka inn mikið magn af róandi lyfjum, sem hafi svo leitt til þess að hann lá hálf rænulaus og slefandi í náttfötunum sínum yfir seinni hálfleik, og botnaði lítið í því sem fram fór á skjánum.

„Um tíma hélt ég að ég væri að horfa á handboltaleik. Ég skildi ekkert í því hvað völlurinn var stór, og heimtaði stöðugt að dómarinn dæmdi fót á bæði lið.“

Ragnar segir að tilfinningar sínar gagnvart leiknum á eftir séu gríðarlega flóknar.

„Ég er skíthræddur, svaka spenntur, uppfullur af efa, og fáránlega vongóður, en þó mjög svartsýnn. Allt á sama tíma“, útskýrir hann að lokum, nokkuð angistarfullur á svip, en með bjartsýnisglampa í augum.


xB 2014


Fara efst á síðu