Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Morgunverður góðærismeistaranna


Hélt það væri komin kreppa Fékk vægt en heiftarlegt taugaáfall


Ragnar Róbertsson varð fyrir vægu en heiftarlegu taugaáfalli eldsnemma í morgun, þegar hann fyrir misskilning hélt að enn og aftur væri skollin á kreppa, og það rétt fyrir jólin.

„Ég sat bara inni í eldhúsi, nýrakaður og óvaknaður, ég meina nývaknaður og órakaður“, útskýrir Ragnar.


„En já, sem sé, þarna sat ég í mestu makindum, og nartaði í gullskreyttan morgunverðarkleinuhring og saup á Kopi Luwak kaffinu mínu sem ég keypti á netinu nýlega. Hver bolli kostar um þrjú þúsund krónur, svo ég reyndi að njóta bragðsins, á milli þess sem fletti lúxusbílabæklingum í leit að jólagjöfum handa barnabörnunum. 

Bjarni Ben er nýbúinn að tilkynna þjóðinni að við höfum aldrei haft það betra, svo að ég ákvað að splæsa almennilega um þessi jól. Ég hef meira að segja ákveðið að spandera í alls kyns óþarfa. Búinn að borga rafmagnsreikninginn og panta mér tíma hjá tannlækni og allt.

En svo heyri ég bara í útvarpsfréttum að það sé skollin á kreppa. Mér varð svo um, að ég sullaði yfir mig sjóðheitu kaffinu og ældi af taugaveiklun yfir alla fallegu bæklingana mína.“

Það var ekki fyrr en um sautján sekúndum síðar að Ragnar komst að því að ekki er um að ræða efnahagskreppu, heldur einungis stjórnarkreppu.

Hann segir að þessi óvissutími hafi reynst sér erfiður, líkamlega sem andlega, þó hann hafi ekki verið ýkja langur.

Ragnar hvetur fréttamenn til að sýna aðgát og tillitssemi við störf sín, og taka skýrt fram um hvers kyns kreppur þeir eru að fjalla hverju sinni. 

„Annars finnst mér þessar fréttir um stjórnarkreppu afskaplega jákvæðar“, segir Ragnar að lokum, því hann óttast enn að mistök hans í kjörklefanum í síðustu kosningum kunni að hafa afrifarík áhrif á þjóðmálin.


Og nú bendir reyndar allt til þess að það sé rétt hjá honum.


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu