Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Sturla er hagsýnn frambjóðandi og endurnýtir því auglýsingaplakat sitt.


Alltaf í framboði Eiginlega offramboði


Sturla Jónsson, vörubílsstjóri og allsherjarframbjóðandi, hefur ákveðið að „bjóða sig fram til Alþingis fyrir fólkið í landinu undir merki Dögunar“.

Sturla hefur áður boðið sig fram til Alþingis, sem og forseta, en þá undir eigin nafni.


Hann segir síðustu vikur hafa reynst sér erfiðar, enda hafi hann nánast ekkert verið í framboði síðan niðurstöður í forsetakosningunum lágu fyrir.

„Ég tók einhver svona smáframboð til að tækla mestu fráhvarfseinkennin. Bauð mig fram sem formann húsfélagsins að Barónsstíg 103, þó ég búi ekki þar og þekki engan íbúanda. En ég hlaut ekki brautargengi þar frekar en venjulega. Svo bauð ég mig fram í foreldrafélag Valsárskóla. En hann er á Svalbarðsströnd, og ég auglýsti bara á strætóskýlum í Reykjavík, svo það gekk ekki upp heldur“, segir Sturla.

En af hverju varð Dögun fyrir valinu?

„Sko, ég var líka að spá í hinn flokkinn, þú veist, sjóræningjana. En þeir vilja nýja stjórnarskrá. Ég vil alls ekki nýja stjórnarskrá, af því að ég er búinn að lesa þá gömlu svo oft að ég kann hana alveg utanbókar, og nenni helst ekki að þurfa að læra hana aftur.“

Á Sturla von á því að komast á þing í þetta skipti?

„Tja, ég vona ekki. Mig langar sko alls ekkert á þetta skítaþing. Mér finnst bara svo rosalega gaman að vera í framboði, og ég tel að ég sé orðinn einn af færustu framboðsframbjóðendum landsins. En mig langar mest að verða bankagjaldkeri eða seðlabankastjóri eða eitthvað svoleiðis. Og næstmest langar mig að verða bakari, sem bakar vandræði fyrir valdastéttina, en líka rosa góðar kökur með karamellukremi, þú veist, fyrir fólkið í landinu og þannig“, segir Sturla að lokum, ánægður með að vera loksins aftur í alvöru framboði.
Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu