Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Síkátur segir Íslendinga ekkert kunna að fara með frelsi og rétt sé að öll börn heiti Jón eða Guðrún


Óttast allar breytingar Og segir reglulega frá því


Síkátur Björgvinsson óttast mjög að ef engar reglur gildi um nöfn Íslendinga, þá muni þeir að lokum allir heita Paul eða Ringó, sökum þess hversu vinsælir Bítlarnir eru nú um stundir.

Síkátur segir þetta augljóst, því að Íslendingar séu þekktir fyrir að misnota allt það frelsi sem stjórnvöld veiti þeim.


„Sko, sagan bara sannar þetta. Um leið og byrjað var að sjónvarpa á fimmtudögum, þá fór fólk að horfa á sjónvarp á fimmtudögum. Og þegar bjórinn var leyfður, þá fór fólk samstundis að drekka bjór. Og þegar konur fengu kosningarétt, þá bara flykktust þær á kjörstað! Þannig að það gefur augaleið að um leið og fólk fær leyfi til að kalla börn sín Paul eða Ringó, þá fara allir að gera það!“, útskýrir Síkátur á milli þess sem hann sýpur hveljur.

Hann segir að í stað þess að leggja niður mannanafnanefnd, þá sé réttara að herða á nafnalöggjöfinni.

„Mér finnst nöfnin Jón og Guðrún bara duga vel. Lífið var bara svo miklu betra í gamla daga, þegar Jón og Gunna fóru á barinn á fimmtudagskvöldum, af því að það var ekkert í sjónvarpinu, og drukku íslenskt brennivín, af því að það var enginn bjór.“

Síkátur segist einnig vilja banna sjálfrennireiðar, þar sem hestar dugi fullkomlega til að komast á milli staða. En það er efni í aðra frétt.


Íhuga að breyta gangi klukkunnarRíkisstjórn Íslands íhugar nú bæði í gríni og af fullri alvöru að breyta gangi klukkunnar. Nokkrar hugmyndir eru uppi á borðinu, hver annarri betri.

Ein hugmyndin er sú að lengja sólarhringinn um eina klukkustund eða svo. Þá hafi fólk meiri tíma til að vinna.

Önnur hugmynd er að stytta sólarhringinn um allt að tólf klukkustundir, svo fólk hafi ekki tíma til neins nema að vinna. Að auki verður þá enginn tími fyrir fólk til þess að kvarta undan ríkisstjórninni.
„Löggulíf“


Fara efst á síðu