Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

BRUMS segir að vegir guðs séu alls ekki órannsakanlegir. Þeir séu þó misvel malbikaðir.


Ekur á guðs vegum um land allt Loksins boðið upp á almættið í heimsendingu


Ökukpresturinn Baldur Rafn Unnar Magnús Sigurðsson (BRUMS) hefur víða vakið athygli og aðdáun fyrir kirkjubíl sinn.

BRUMS segir þó að kirkjubíll hans sé ekki kirkjubíll þegar nánar er að gætt, heldur miklu frekar bílakirkja.


Í bílakirkju hans er pláss fyrir eitt sóknarbarn, svo fremi að það sé ekki mjög stórgert. BRUMS messar á þjóðvegum og bifreiðastæðum víða um land.

Hægt er að skoða messustaði og kaupa miða á slóðinni BRUMS.is

DV.is


Vonbrigði að enn finnist fólk með samvisku í VGKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það séu sér gríðarleg vonbrigði að Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, hafi ekki selt sálu sína og samvisku, eins og gert var ráð fyrir í stjórnarsáttmálanum.

Hún segir að það sé augljóst að þeir flokkar sem vilja sitja með Sjálfstæðisflokknum í stjórn þurfi að axla fulla ábyrgð á ráðherrum hans, sem og vanhæfni þeirra, axarsköftum og lögbrotum.
„Löggulíf“


Fara efst á síðu