Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Heimir Valgeirsson er hættur að gráta.


Fór að gráta. Fékk (ekki) launahækkun


Heimir Valgeirsson (47) hefur starfað sem pípulagningamaður í fjölda ára. 

Hann hefur rétt eins og þorri íslendinga lengi verið ósáttur við launakjör sín.


Eftir að hafa fylgst með nýstárlegri samningatækni knattspyrnumannsins Rónaldó (27), ákvað Heimir að beita sömu aðferð.

Hann brá á það ráð að bresta í grát í mötuneyti fyrirtækisins síðastliðinn föstudag.

,,Ég hermdi bara eftir Rónaldó", segir Heimir. ,,Fór að grenja ofan í súpuna mína og kvartaði bæði yfir lágum launum og skorti á vinum".

En nú fór atburðarásin alveg úr böndunum að sögn Heimis. 

,,Strákarnir í vinnunni fóru bara að hlæja að mér. Og svo kom bara alls ekkert fjölmiðlafólk á svæðið til að styðja mig í þessum kjaraviðræðum.

Ég hef verið kallaður Vælaldó í vinnunni síðan", segir Heimir raunamæddur.

Uppfært: Guðbjarti Hannessyni (62) varð svo um þegar hann heyrði raunasögu Heimis, að hann hækkaði laun hans um 500 þúsund krónur, eða rétt rúmlega 100%.

„Löggulíf“


Fara efst á síðu