Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Þjóðaríþrótt Íslendinga fer nú að mestu fram í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum.


Helmingur þjóðarinnar ófær um að samgleðjast Hefur allt á hornum sér


Svo virðist sem u.þ.b. helmingur íslensku þjóðarinnar sé drullufúll yfir árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem í gær tryggði sér tilvistarrétt á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári.

Allt verður þessum hluta þjóðarinnar að vopni. Sumir segja að karlalandsliðið sé með þessu að gera lítið úr árangri kvennalandsliðsins, sem hafi oft og mörgum sinnum komist á stórmót.

Aðrir segja að íþróttir séu ógeðslega leiðinlegar, tilgangslausar og í alla staði mannskemmandi. Bæði fyrir iðkendur, sem og áhorfendur. Réttara væri að íslenska þjóðin einbeitti sér að umræðu um flóttamenn, fiskveiðar, og stöðu ljóðsins í íslensku samfélagi.

Enn aðrir leggja svo mikla fæð á forsætisráðherra, að þeir harðneita að deila með honum tilfinningum, og taka ekki í mál að gleðjast yfir einhverju sem hann gleðst einnig yfir.

Það er því ljóst að þrátt fyrir glimrandi gengi landsliðsins, þá verður knattspyrna ekki þjóðaríþrótt Íslendinga enn að sinni. Nei, þjóðaríþróttin verður áfram hin alíslenska öskur- og sundrungarkeppni, með viðeigandi frussi og fussum sveii.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu