Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Regnbogamynd Ragnars þykir ekki nægilega stöðluð


Setti inn vitlausa regnbogamynd Er ekki eins og allir hinir


Ragnar Róbertsson varð fyrir því óláni í gær að breyta um forsíðumynd á Fésbók.

Að sögn Ragnars vildi hann fagna fjölbreytileika mannlífsins með því að setja inn svokallaða „regnbogamynd“ af sjálfum sér.


„En svo sá ég að mín regnbogamynd var allt öðruvísi en allar hinar“, útskýrir Ragnar, og virðist miður sín, að venju.

„Alla ævi hefur mig dreymt um að vera eins og allir aðrir. Það voru því gríðarleg vonbrigði að sjá að minn regnbogi virðist einstakur, í annars einsleitu litrófi regnbogamynda“, bætir hann við, vonsvikinn á svip.

Ragnar vonast til þess að geta sett inn fjöldaframleidda regnbogamynd síðar í dag, enda „mikilvægt að allir fagni fjölbreytileikanum nákvæmlega eins, og á algjörlega staðlaðan hátt“.


xB 2014

Íhuga að breyta gangi klukkunnarRíkisstjórn Íslands íhugar nú bæði í gríni og af fullri alvöru að breyta gangi klukkunnar. Nokkrar hugmyndir eru uppi á borðinu, hver annarri betri.

Ein hugmyndin er sú að lengja sólarhringinn um eina klukkustund eða svo. Þá hafi fólk meiri tíma til að vinna.

Önnur hugmynd er að stytta sólarhringinn um allt að tólf klukkustundir, svo fólk hafi ekki tíma til neins nema að vinna. Að auki verður þá enginn tími fyrir fólk til þess að kvarta undan ríkisstjórninni.

Fara efst á síðu